
Wednesday, January 7, 2009
Subscribe to:
Posts (Atom)
Sýningin "Haltu kjafti og vertu þæg!" er sýning í Safnahúsinu á Húsavík á skoðunum fólks um ástand þjóðfélagsmála í kjölfarið á hruni fjármálakerfisins á Íslandi. Sérstöku ljósi er beint að rödd fólksins í landinu, þjóðinni, og þeim mótmælum sem fólk hefur staðið fyrir á undanförnum mánuðum. Yfirskrift sýningarinnar er fengin úr leiðara Fréttablaðsins seint að hausti 2008, sem segir að viðhorf valdhafa sé að þjóðin eigi bara að halda kjafti og vera þæg. En er hún það? Getur hún það?